Nijay K. Gupta - Tell Her Story: How Women Led, Taught, and Ministered in the Early Church
Í margar aldir hafa umræður um upphaf kristninnar aðallega snúist um karlana sem leiddu söfnuðina. En í Nýja testamentinu er fullt af sönnunum um að konur tóku virkan þátt í starfi kirkjunnar, þær voru í fremstu röð við að boða fagnaðarerindið og nutu virðingar sem leiðtogar.
Nijay Gupta hvetur okkur til að draga þessar konur fram úr skugganum, hann setur hlutina í samhengi með því að skoða líf kvenna á fyrsta öld og leiðrétta algengar ranghugmyndir, og beinir svp ljósinu að kvenleiðtogum í fyrstu kirkjunum eins og þeir birtast í ritum Páls postula. Þar eru konur á borð við:
-
Phoebe, traustan samstarfsmann Páls
-
Prisca, snjallan leiðtoga og hæfan kennara
-
Júníu, hugrakka postula
-
Nymfu, fulltrúa fjölmargra minna þekktra kvenna
Þegar við skiljum heiminn sem Jesús og fylgismenn hans lifðu í, og það sem Nýja testamentið raunverulega segir um konur í kirkjunum, verður ljóst að konur voru virkir þátttakendur og áreiðanlegir leiðtogar frá upphafi. Páll og aðrir postular tóku þeim opnum örmum, þjálfuðu þær til þjónustustarfa, þær kenndu öðrum, ferðuðust langar leiðir, voru fangelsaðar — og svo mætti lengi telja.
Beth Allison Barr skrifar inngang.